Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bjarni fundar með þingflokknum

02.11.2016 - 12:52
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir - RÚV
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins, fundar nú með þingflokki Sjálfstæðisflokkins um næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum.

Bjarni mætti niður í Valhöll fyrir stundu til þess að funda með þingflokknum eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem veitti honum umboð til stjórnarmyndunar. 

Bjarni sagði eftir fundinn að hann myndi eiga samtal við formenn hinna flokkana í dag og á morgun. „Ég mun reyna að nýta tímann vel. Mér finnst skipta máli að nýta hvern dag sem er framundan," sagði Bjarni sem tók það fram að hann hefði enga fyrirfram gefna niðurstöðu og útilokaði ekkert samstarf.

 

viktoriah's picture
Viktoría Hermannsdóttir
dagskrárgerðarmaður