Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Bjarni ekki að fara að einkavæða bankana

Mynd: ruv.is / ruv.is
"Það er enginn valkostur að segja ósatt um svona hluti. Það er enginn valkostur að leyna hagsmunum tengds aðila í svona stóru máli,“ sagði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknar í Helgarútgáfunni á Rás 2 í dag. Birgitta Jónsdóttir fór þar líka yfir hörð skilyrði stjórnarandstöðunar fyrir því að þingið geti starfað áfram með eðlilegum hætti.

Frosti sagði líka í þættinum að Ísland ætti að taka frumkvæði á alþjóðavettvangi í að loka á skattaskjól svo eftir yrði tekið og reisa þannig við orðspor landsins og jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra væri ekki að fara að einkavæða bankana. 

Hallgrímur Thorsteinsson
dagskrárgerðarmaður