Bjarga fólki úr rústum eftir sprengingu

03.09.2019 - 16:34
epa07814876 Members of the emergency services at the scene of three houses that were damaged in an explosion in Wilrijk, Antwerp, Belgium, 03 September 2019. According to media reports, at least one person died, two people were rescued by firefighters. There are reports that other people are possibly trapped under the rubble.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þremur hefur verið bjargað úr húsarústum eftir að sprengja sprakk í íbúðarhverfi í Antwerpen í Belgíu í hádeginu í dag. Að minnsta kosti einn er alvarlega slasaður eftir sprenginguna. Lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar eru við leit í rústunum. Enn er talið að fólk sitji þar fast. Þrjú hús eyðilögðust í sprengingunni og fleiri skemmdust.

Nákvæm tildrög og orsök sprengingarinnar eru enn ókunn og rannsókn stendur nú yfir. Í frétt fréttaveitunnar VRT kemur fram að talið sé að gas hafi valdið sprengingunni. Skrúfað hafi verið fyrir rafmagn og gas á staðnum og svæðum í kring. 

epa07814874 A man stands behind his broken windows near the scene of three houses that were damaged in an explosion in Wilrijk, Antwerp, Belgium, 03 September 2019. According to media reports, at least one person died, two people were rescued by firefighters. There are reports that other people are possibly trapped under the rubble.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Íbúar í nálægum götum fundu fyrir sprengingunni. Íbúi á staðnum sagði að lögregla hefði rýmt byggingar á svæðinu þar sem ekki hafi verið hægt að útiloka hættu á annarri sprengingu. 

Bart De Wever, borgarstjóri Antwerpen, þakkaði þeim sem komu til bjargar í Twitter-færslu og lýsti yfir samstöðu og stuðningi við fórnarlömb sprengingarinnar og fjölskyldur þeirra.

 

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi