Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Biskupar í Chile bjóðast til að segja af sér

18.05.2018 - 13:17
This frame taken from video provided by the CTV Vatican television Thursday, May 17, 2018, Pope Francis, center, poses for a picture with Chilean Bishops during a meeting at the Vatican. The Bishops announced Friday at the end of an emergency summit, over
Frans páfi kallaði alla biskupa Chile á sinn fund fyrr á árinu til að ræða við þá kynferðisofbeldismál kirkjunnar þjóna í landinu. Mynd: AP - CTV-Sjónvarp Páfagarðs
Allir kaþólsku biskuparnir í Chile, 34 talsins, hafa boðist til að segja af sér vegna kynferðisafbrota gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þeir tilkynntu þetta í dag eftir þriggja daga fundi með Frans páfa í Páfagarði í Róm. Þeir ákváðu að fela páfa að úrskurða um framtíð hvers og eins á biskupsstóli.

Biskuparnir sögðust í yfirlýsingu vilja biðja alla fyrirgefningar, sem ættu um sárt að binda vegna kynferðisofbeldisins, sömuleiðis páfann og landsmenn alla. Frans páfi kallaði alla biskupana til fundar við sig vegna hneykslismála sem skekja kaþólsku kirkjuna í Chile. Nokkrir hátt settir embættismenn kirkjunnar eru sakaðir um að hafa þagað um ásakanir á hendur prestinum Fernando Karadima um kynferðisobbeldi gegn börnum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Frans páfi lýsti því yfir í gærkvöld að breytingar yrðu gerðar á kirkjustarfinu í Chile og réttlæti komið á að nýju.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV