Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Biskup er fegurstur forystuhrúta

21.11.2016 - 12:59
Mynd með færslu
 Mynd: Anna Gunnarsdóttir - Bændablaðið
Bændur með hrúta á hrútasýningu í Þistilfirði
 Mynd: Anna Gunnarsdóttir - Bændablaðið
Jóhannes með Vita, Axel með Keisara og Einar með Óð.
 Mynd: Soffía Björgvinsdóttir - Bændablaðið
Biskup frá Laxárdal, undan Draumi Flórgoðasyni og Etnu frá Holti, var í haust valinn fegursti forystuhrútur Þistilfjarðar. Hann mun  vera háfættur, litfagur og athugull, auk þess sem hann hlýtur að bera sig vel og vera ekki of villtur, því í Bændablaðinu, sem segir frá hrútasýningunni, koma fram þessir helstu kostir forystufjár.

Forystufé er líka talið óvenju veðurglöggt. Biskup er af langræktuðu forystukyni og í eigu Friðgeirs Óla Eggertssonar.

Fram kemur í Bændablaðinu að við kaffidrykkju eftir sýninguna körpuðu bændur nokkuð um hvort rétt hefði raðast í sæti og höfðu hrútakaup. Besti veturgamli hrúturinn var líka útnefndur, það varð Óður frá Svalbarði, sonur Ljúflings frá Hagalandi.  Besti lambhrúturinn, hefur ekkert nafn en er númer 171 frá Flögu og er undan Dofra.   
 

annakj's picture
Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV