Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Birtustundirnar aðeins tvær í Grímsey

21.12.2018 - 08:17
Mynd með færslu
 Mynd: .
Stysti dagur ársins er í dag 21. desember á vetrarsólstöðum og daginn tekur að lengja aftur á morgun. Halli norðurhvels Jarðar frá sólu verður mestur klukkan 22:23 í kvöld og þá eru hinar eiginlegu vetrarsólstöður.

Á Stjörnufræðivefnum má lesa að lengd dagsins í Reykjavík í dag er aðeins fjórar klukkustundir og sjö mínútur og á Akureyri nýtur fullrar dagsbirtu í aðeins þrár klukkustundir og fjórar mínútur. Fæstar eru birtustundirnar hins vegar í Grímsey eða rúmar tvær klukkustundir.

Þó að birtustundirnar séu fæstar og dagurinn stystur í dag er sólarhringurinn lengstur því tíminn á milli hádega er mestur. Þessa dagana er einn sólarhringur um það bil hálfri mínútu lengri en 24 klukkustundir. Ástæðan er að klukkur mæla ekki sanna lengd sólarhringsins. Sólúr þyrfti til þess að mæla tímann milli tveggja hádega nákvæmlega.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV