Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Birkir Jón leiðir Framsóknarmenn í Kópavogi

Mynd með færslu
Þrjú efstu á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi, frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Helga Hauksdóttir, Birkir Jón Jónsson. Mynd: Framsóknarflokkurinn
Fulltrúaráð Framsóknarflokksins í Kópavogi samþykkti í gærkvöld einróma framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Birkir Jón Jónsson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins og fyrrverandi Alþingismaður, skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur, og Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara í Kópavogi vermir þriðja sætið.

Næst í röðinni er Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona, þá Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur og Helga María Hallgrímsdóttir sérkennari er í sjötta sæti. 

 

 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV