Bíólögga velur myndir á Stockfish

Mynd: Dagur Gunnarsson / Dagur Gunnarsson

Bíólögga velur myndir á Stockfish

23.02.2016 - 16:44

Höfundar

Kvikmyndahátíðin Stockfish sem nú stendur yfir í Bíó Paradís í Reykjavík á að vera samtal kvikmyndagerðarmanna innlendra og erlendra við áhorfendur segir Sjón sem á sæti í valnefnd hátíðarinnar.

Þessi hátíð leggur áherslu á að sýna erlendar myndir sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa tekið þátt í að gera. Þar má nefna tvær myndir sem Jóhann Jóhannson hefur lagt hönd á plóginn við að gera. End of summer er mynd sem Jóhann gerði sjálfur er hann heimsótti Suðurskautslandið, tók á 16 mm filmu og samdi tónlistina í samstarfi við Hildi Guðnadóttur og Robert Aiki Aubrey Lowe og einnig samdi hann tónlistina við kínversku myndina Blind Massage.

Hátíðin stendur til sunnudagsins 28. febrúar.