Kvikmyndin The Others er draugasaga frá árinu 2001 um konu sem býr með börnum sínum tveimur í húsi þar sem hún verður sannfærð um að sé reimt. Myndin vakti mikla athygli á sínum tíma, sér í lagi fyrir nútímalegan og óvæntan viðsnúning á sögunni.
The Others er eftir leikstjórann Alejandro Amenábar sem einnig skrifar handritið og gerir tónlistina í myndinni. Þetta er fyrsta mynd hans á ensku en áður hafði hann gert myndina Abre los ojos sem var endurgerð á ensku sem hin margrómaða Vanilla Sky. Leikstjórinn fékk einnig Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina The Sea inside.