Secrets & Lies er bresk kvikmynd frá árinu 1996 í leikstjórn Mikes Leigh. Hún segir frá blökkukonunni Hortense sem er virtur augnlæknir og var ættleidd við fæðingu. Þegar móðir hennar deyr ákveður hún að hafa uppi á líffræðilegri móður sinni, sem reynist vera hvít kona af lægri stétt. Í fyrstu afneitar hún Hortense, en með tímanum styrkjast tengslin á milli þeirra. Myndin var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, meðal annars fyrir bestu leikstjórn, bestu leikkonu í aðal- og aukahlutverki og sem besta myndin.
„Í þessari mynd nær Mike Leigh alveg sérstöku flugi og nær kannski í fyrsta skipti til almennings enda vakti hún mikla athygli,“ segir Magnús sem segist heillast sérstaklega að eftirminnilegum karakterum myndarinnar. „Maður tengist þeim alveg. Maður sér kosti þeirra og galla en þau koma manni á óvart þegar líður á myndina. Þetta er fólk sem maður þekkir.“