Bílvelta nærri Akureyri

16.02.2020 - 00:32
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Bíll valt við Moldhaugaháls, skammt norður af Akureyri, upp úr klukkan ellefu í kvöld. Tveir voru í bílnum og komu þeir sér sjálfir út úr honum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri eru þeir ekki taldir alvarlega slasaðir, en þeim var ekið með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Bíllinn er óökufær og var fluttur í burtu með dráttarbíl.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV