Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Bílvelta í Kömbunum

14.01.2019 - 14:51
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Lítil rúta valt á Suðurlandsvegi, í Kömbunum, nú eftir hádegi. Tveir voru í bílnum og er allt útlit fyirr að þeir hafi sloppið án teljandi meiðsla, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu. Þeir voru fastir í öryggisbeltum eftir veltuna og fengu hjálp frá sjúkraflutningamönnum sem losuðu þá. Ökumaðurinn og farþeginn voru fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar.

Þæfingsfærð er nú á Suðurlandsvegi líkt og víðar. Brunavarnir Árnessýslu vilja beina þeim tilmælum til ökumanna að láta tjöruhreinsa dekk. Ekki hafi snjóað mikið í vetur og því gæti tjara hafa safnast á dekk og gripið því ekki með besta móti.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir