Bílar sprungu og tveir létust í umferðarslysi

06.08.2018 - 15:53
Erlent · Banaslys · Bílslys · Ítalía · Slys · Evrópa
epa06931072 A view of a partial collapsed section of the motorway bridge of the Casalecchio A1-A14 junction following a road accident in Bologna, northern Italy, 06 August 2018. Two persons were killed and at least 60 others were wounded after a tanker
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Mikil sprenging varð í umferðarslysi í ítölsku borginni Bologna í dag þegar bílaflutningabíll ók á vörubíl sem var fullur af eldfimum efnum. Tveir eru látnir og tugir slasaðir eftir slysið. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir ítölskum miðlum.

Bílarnir voru á brú sem tengir tvær umferðargötur í borginni. Brúin hrundi að hluta við slysið og eldurinn dreifði sér niður í bifreiðageymslu fyrir neðan brúna, þar sem nokkrir bílar sprungu. Þá var tilkynnt um að gluggar í nágrenni slyssins hafi brotnað. Búið er að loka fyrir umferð þar sem slysið átti sér stað. Lesa má frétt BBC hér og sjá loftmyndir ítalskra brunavarna hér fyrir neðan.

epa06930862 A view of a damaged road after an accident on the Autostrada motorway junction of Casalecchio, in Bologna, northern Italy, 06 August 2018. A person was killed and over 40 others were wounded after a tanker exploded triggering a series of
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
epa06930890 A handout still image taken from a video  made available by the Italian national police force, Polizia di Stato, shows a partial collapsed section of the motorway bridge of the Casalecchio A1-A14 junction, which overlooks Via Emilia in Borgo
 Mynd: EPA-EFE - POLIZIA DI STATO
epa06931070 A view of a partial collapsed section of the motorway bridge of the Casalecchio A1-A14 junction following a road accident in Bologna, northern Italy, 06 August 2018. Two persons were killed and at least 60 others were wounded after a tanker
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi