
Bílaleigur upplýsi betur um utanvegaakstur
„Maður er einhvern veginn orðinn hálf langþreyttur á þessu. Manni finnst varla að fólk eigi að komast af stað án þess að hafa upplýsingar.“
„Ég meina við búum nú á eyju. Þú kemur hingað með skipi eða flugvél þannig að það ætti að vera hægt að ná til þín og þetta er mikil ábyrgð sem við þurfum að fara að sinna miklu betur. Þetta kannski er að lenda allra helst á bílaleigunum. Þær þurfa að fara að taka sig verulega á.“
Stefanía segir að það séu mörg ljót sár á svæðinu í kringum hana
„Því miður og núna erum við landverðir ekkert ofboðslega margir og við vinnum á rosalega stórum svæðum eins og ég hérna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég veit til dæmis af ofboðslega miklum utanvegarakstri sem er fyrir norðan þjóðgarðinn á leiðinni að Laugafelli.“
Stefanía hefur margoft staðið fólk að utanvegaakstri. Hún segir að dæmi séu um að ferðamenn sem verða vitni að utanvegaakstri láti vita en oftast komi landverðir sjálfir að skemmdunum.
„Við höfum stundum náð, ef ummerkin eru ofboðslega ljót og áberandi, þá höfum við náð í samtali við aðra ferðamenn, með því að skoða hjólförin ofboðslega vel, ef þetta eru sérstakir bílar, að finna bílana en það er hálfgerð undantekning. Það er svona svolítill leynilögregluleikur.“