Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú að sækja bifhjólamann sem fór fram af barði í Henglinum, vestan við Þingvelli. Maðurinn var á torfæruhjóli. Þorsteinn G. Gunnarsson, talsmaður Landsbjargar, segir að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður. Hann er þó slasaður á öxl.