Bieber hugar að heilsunni og fjölskyldunni

epa05003134 A picture made available on 30 October 2015 shows Canadian singer Justin Bieber on stage during a mini concert in Oslo, Norway, 29 October 2015. Bieber abandoned the concert after playing just one song.  EPA/HEIKO JUNGE NORWAY OUT
 Mynd: EPA - NTB SCANPIX

Bieber hugar að heilsunni og fjölskyldunni

27.03.2019 - 06:42
Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber ætlar að taka sér frí frá tónlistinni og einbeita sér að andlegri heilsu sinni. Hann segir bæði aðdáendur og hann sjálfan eiga betra skilið en frammistöðu hans á síðasta tónleikaferðalagi.

Bieber greinir frá þessu á Instagramsíðu sinni. Hann segist hafa verið á tónleikaferðalögum frá táningsaldri. Hann hafi fundið fyrir vanlíðan undir lok síðasta tónleikaferðalags. Aðdáendur hans eigi það ekki skilið, þar sem þeir greiði fyrir líflega og skemmtilega tónleika, en hann hafi einfaldlega ekki verið í andlegu ástandi til þess að færa þeim það undir lok ferðalagsins. Hann segist hafa litið á sjálfan sig, og hann einblíni nú á að vinna í sínum málum svo hann hrynji ekki niður. Hann vilji að hjónabandið dafni og hann geti orðið sá faðir sem hann vilji vera. Tónlistin sé honum enn mikilvæg, en hún komi hvergi nálægt mikilvægi heilsunnar og fjölskyldunnar. Hann ætli að gefa út frábæra hljómplötu eins fljótt og hann treystir sér til.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

So I read a lot of messages saying you want an album .. I’ve toured my whole teenage life, and early 20s, I realized and as you guys probably saw I was unhappy last tour and I don’t deserve that and you don’t deserve that, you pay money to come and have a lively energetic fun light concert and I was unable emotionally to give you that near the end of the tour. I have been looking, seeking, trial and error as most of us do, I am now very focused on repairing some of the deep rooted issues that I have as most of us have, so that I don’t fall apart, so that I can sustain my marriage and be the father I want to be. Music is very important to me but Nothing comes before my family and my health. I will come with a kick ass album ASAP, my swag is undeniable and my drive is indescribable his love is supernatural his grace is that reliable.... the top is where I reside period whether I make music or not the king said so. but I will come with a vengeance believe that.. (grammar and punctuation will be terrible pretend it’s a text where u just don’t care).

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Bieber gaf síðast út plötuna Purpose árið 2015. Tveimur árum síðar hætti hann óvænt á tónleikaferðalagi sínu. Hann útskýrði það þannig að hann vildi að tónlistarferillinn sinn yrði varanlegur, en hann vildi einnig að líkamlegt og sálrænt ástand hans yrði varanlegt.