Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Biðu eftir því að Öskjuleið yrði opnuð

29.06.2015 - 16:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Norðurlandi Eystr - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Norðurlandi Eystr - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Norðurlandi Eystr - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Norðurlandi Eystr - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Norðurlandi Eystr - RÚV
„Þessar leiðir verða varla betri, þær eru vel færar jeppum og jepplingum. Menn þurfa þó alltaf að hafa varann á sér, menn komast ekki hvað sem er bara vegna þess að þeir eru á jeppling,“ segir Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Búið er að opna Kverkfjallaleið og Öskjuleið upp á hálendið en lögreglan fór í eftirlitsferð um þessar slóðir um helgina. Hermann segir að þó nokkur umferð hafi verið um svæðið og að þar hafi verið á ferðinni fólk sem hafi beðið eftir því að leiðirnar yrðu opnaðar. 

Ekki fyrir alla bíla
Þó voru einhverjir sem lentu í vandræðum, eins og greint er frá á Facebook síðu lögreglunnar. Meðal annars ferðafólk á jepplingi sem reyndi að komast yfir á en fékk vatn inn í vélina. Bíllinn varð þar með óökufær. „Bílar eru mismunandi útbúnir, loftinntakið er alls ekki alltaf á sama stað og það er um að gera að hafa slíkt á hreinu áður en farið er af stað, og taka ekki sénsinn,“ segir Hermann.

Í færslu lögreglunnar eru birtar myndir úr ferðinni og þar er einnig minnt á að einungis er leyfilegt að aka eftir merktum vegum og slóðum. Virða þurfi þær merkingar.

Hægt að komast að Holuhrauni
Fyrir þá ferðalanga sem hafa áhuga á að skoða Holuhraun er slíkt vel mögulegt, en þó er aðeins hægt að fara upp að norðaustur enda þess. Ekki er búið að opna nýja Gæsavatnaleið og því geta ökumenn ekki keyrt í suðurátt framhjá hrauninu. Þess í stað er hægt að keyra meðfram Svartá, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Enn er í gildi bann við því að fara um hraunið sjálft, en unnið er að því að stika gönguleiðir um hraunið. 

Þar sem hálendisvegir eru nú að opna smásaman fóru lögreglumenn í eftirlitsferð upp í Öskju nú um helgina og inná gosstö...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Monday, June 29, 2015