Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Biðja fólk um að nota #ófærð - ekki #trapped

Mynd með færslu
 Mynd: RVK studios

Biðja fólk um að nota #ófærð - ekki #trapped

21.02.2016 - 15:49

Höfundar

Aðstandendur spennuþáttaraðarinnar Ófærð hafa beðið íslenska áhorfendur um að halda sig við íslenska myllumerkið #ófærð og sleppa því að tísta mikilvægum atriðum úr lokaþáttunum tveimur undir myllumerkinu #Trapped. Ástæðan er einföld - íslenskir sjónvarpsáhorfendur verða þeir fyrstu til að sjá hver morðinginn er en áhorfendur í Frakklandi og Bretlandi eru nýbyrjaðir á þáttaröðinni.

Tvöfaldur lokaþáttur verður á dagskrá RÚV í kvöld en Ófærð hefur notið mikilla vinsælda, ekki síst meðal þeirra sem eru á Twitter. Þar hafa menn varpað fram sennilega og ósennilegum kenningum um hver morðinginn er. 

Sigurjón Kjartansson, yfirhandritshöfundur þáttanna, er reyndar ekki einn þeirra. Hann er reyndar alls ekki duglegur að tísta á Twitter. Honum er þetta hins vegar mikið hjartans mál ef marka má fyrsta tíst hans í tæpt hálft ár.

Framleiðslufyrirtækið RVK Studios ber fram sömu bón á Facebook-síðu sinni. „Okkur langar að biðja ykkur um að fara varlega í að tweeta um afhjúpunina undir hashtaginu ‪#‎Trapped‬ - hvort sem er á ensku eða íslensku.“

Í kvöld verðum við íslendingar fyrst í heiminum til að komast að leyndardóminum um dauða Geirmundar og Eiríks í Ófærð....

Posted by Rvk. Studios on 21. febrúar 2016