Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Betri heilsa í Reykjavík en á landsbyggðinni

Mynd: ruv / ruv

Betri heilsa í Reykjavík en á landsbyggðinni

13.01.2016 - 14:19

Höfundar

Það er ýmislegt sem bendir til þess að heilsufar sé lakara í hinum dreifðu byggðum en í þéttbýlinu í Reykjavík og nágrenni. Þetta og margt fleira kemur fram í doktorsritgerð Sigríðar Haraldsdóttur í lýðheilsuvísindum sem nefnist: Heilsa í heimabyggð – Heilsufar og notkun heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum á Íslandi. Sigríður greindi frá niðurstöðum sínum í ritgerðinni í þættinum.