Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Betra aðgengi að bráðamóttöku

04.07.2012 - 12:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að aðgengi að bráðamótttökunni sé betra en að heilsugæslunni. Bráðamóttakan tekur í auknum mæli á móti fólki sem ætti að leita til heilsugæslunnar.

Álagið á bráðamótttöku Landspítalans hefur aukist verulega á frá í fyrra. Yfirlæknir þar telur að bráðamóttakan taki við fólki sem heilsugæslan getur ekki sinnt vegna niðurskurðar.  

Guðbjartur segir að alveg frá því bráðamóttökunni var breytt hafi verið ljóst að á bráðamóttökuna kæmi hópur sem ekki ættti erindi þangað. „það er alveg ljóst að það þarf að beina því til heilsugæslunnar og í rauninni er það ekki síður bara almennings að leita þangað í miklu meira mæli vegna þess að þó að þar hafi verið skorið niður þá er aðgengi þar mjög gott. Þannig að þetta er líka spurningin um hugarfar og tíma menn vita af bráðamótttökunni og fara beint þangað ef á þarf að halda“ segir Guðbjartur. „En vandamálið er þekkt og spítalinn hefur verið að vinna í þessu og heilsugæslan verður að taka þátt í því að leysa þetta,“ bætir hann við.

En telur Guðbjartur að of mikið hafi verið skorið niður í heilsugæslunni? „Ég ætla ekki að meta það, en í rauninni hafa menn farið yfir samanburð t.d. á fjölda lækna eða lækna í heilsugæslunnni sýnir að við erum með fleiri á hvern íbúa heldur en flestir aðrir á norðurlöndunum og það er eftir niðuskurð. Þannig að það er ekki helsta ástæðan, frekar þá hvernig skipulagið er innan heilsugæslunnar, aðgengið og afkastakerfin.“