Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Bestu jarðarberin, sem fást víst aðeins hér

Mynd: Margrét Lóa / Margrét Lóa

Bestu jarðarberin, sem fást víst aðeins hér

13.12.2017 - 16:58

Höfundar

Þau fást víst bara hér, í Costco, heimsins bestu jarðarberin í kílóavís um hávetur, eins og kemur fram í einu ljóðanna í ljóðabókinni biðröðin framundan sem Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld skrifaði. Síðan safnaði hún fyrir útgáfunni með aðstoð Karolínu þannig að þeir eru margir sem standa að útgáfu þesarar bókar sem var fagnað nýverið í bókabúð Pennans Eymundsson. Þar las Margrét Lóa nokkur ljóð og sagði frá þessu ævintýri öllu saman.

Biðröðin framundan vísar til biðraðarinnar eftir heimsins bestu jarðarberjum en svo gætu líka sumir í röðinni hugsað sér

„ ...nýjan svefnpoka og langar
að kippa með mér myndavél ef ég kem auga á canon“ 

En neyslan er samt ekki allt í heimi hér og heldur ekki í þessari bók

sunnan sahara
narta hjarðdýr
í lauf akasíutrjáa

meðan við bíðum
í biðröðum og
fyllum skápa og
og hillur af matvörum

Margrét Lóa sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók Glerúlfar árið 1985 og hefur síðan bætt við tíu bókum að þessari meðtalinni. Hún hefur auk þess sent frá sér eina skáldsögu Laufskálafuglinn árið 2004 og gefið út ljóð sín á geisladiski ásamt tónlistarmanninum Gímaldin.