Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Bertel Haarder verðlaunaður

24.04.2014 - 20:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Verðlaun Jóns Sigurðssonar voru veitt í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag á hátíð Jóns Sigurðssonar. Þau hlaut Bertel Haarder sem nú er fyrsti varaforseti danska þingsins.

Hann hlaut verðlaunin vegna þess að hann var menntamálaráðherra í dönsku ríkisstjórninni árið 1986 þegar formlega var gengið frá skiptasamningi Danmerkur og Íslands vegna handritanna. Fjöldi gesta var viðstaddur í dag, meðal annars forsætisnefnd Alþingis. Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar flutti hátíðarræðu um handritamálið. Íslenski kórinn Staka sem starfar í Danmörku söng við athöfnina og söng meðal annars Smávini fagra eftir Jónas Hallgrímssonar í danskri þýðingu verðlaunahafans, Bertels Haarders. Í Jónshúsi er verið að leggja síðustu hönd á breytingar á húsinu og búið er að bæta þar við annarri fræðimannsíbúð á efstu hæð sem auglýst verður í sumar.