Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Berbrjósta gjörningur tekinn niður af Facebook

Berbrjósta gjörningur tekinn niður af Facebook

03.06.2018 - 22:21

Höfundar

„Ég fór í Alþingishúsið og tók eftir þessu mikla magni af málverkum, styttum og ljósmyndum af karlmönnum í valdastöðum,“ segir Borghildur Indriðadóttir, listakona, um sýningu sína DEMONCRAZY, sem verður á Austurvelli fram til fimmtánda júní. Berbrjósta konur gengu fylktu liði í gegnum miðbæ Reykjavíkur nú undir kvöld. Þær hófu för sína í Alþingishúsinu við Austurvöll og gengu yfir í Hafnarhúsið, húsnæði Listasafns Reykjavíkur. Gjörningurinn markar opnun sýningarinnar.

Stjórnendur Facebook tóku hins vegar ekki vel í gjörninginn en þegar Borghildur vaknaði í morgun var búið að eyða öllum athugasemdum og lækum við myndir Borghildar og eins var búið að eyða myndbandi Listahátíðar af gjörningnum.

Á sýningunni má sjá berbrjósta ungar konur ögra þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við, segir í upplýsingum frá Listahátíð Reykjavíkur, en sýningin er hluti af hátíðinni sem var formlega sett í gær.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Risaeðlur vöktu bæði ótta og aðdáun

Klassísk tónlist

Opnunartónleikar Listahátíðar í Hörpu