Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Bensínverð hækkar um fimm krónur

09.07.2013 - 12:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Bensínverð hefur hækkað um tæpar fimm krónur hjá Olís, ÓB, Atlantsolíu og N1 undanfarinn sólarhring. Verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu kostar nú um það bil 251 krónu á þessum stöðum.

Skeljungur hefur hækkað bensínverðið um þrjár komma fimm krónur og kostar lítrinn í sjálfsafgreiðslu þar nú 253,4 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Atlantsolíu stafar verðhækkunin af hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu og veikingu krónunnar gagnvart bandaríkjadal. 

Orkan var ekki búin að hækka verð á bensíni um hádegisbil, þar kostar lítrinn 246,2 krónur.

Verð á díselolíu hefur hækkað víðast hvar um tæpar fjórar krónur. 

Hér má bera saman verð á bensíni og díselolíu.