Mario Abdo Benitez, frambjóðandi Colorado-flokksins, vann sigur í forsetakosningum sem fram fóru í Paragvæ á sunnudag. Colorado-flokkurinn er íhaldssamur hægriflokkur, sem verið hefur við völd í Paragvæ um langt árabil. Nýi forsetinn, Benitez, er 46 ára gamall markaðsfræðingur, menntaður í Bandaríkjunum, og fyrrverandi forseti öldungadeildar þingsins. Faðir hans var einkaritari Alfredos Stroessners, sem fór með einræðisvald í Paragvæ frá 1954 til 1988.