Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Benedikt og Ólafur fá verðlaun á Critic's Week

Mynd með færslu
 Mynd: stikla/skjáskot - Kona fer í stríð

Benedikt og Ólafur fá verðlaun á Critic's Week

16.05.2018 - 20:08

Höfundar

Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð unnu til SACD verðlaunanna sem samtök handritshöfunda og tónskálda veita á Critic's Week, sem er hliðardagskrá á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Greint er frá þessu á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Kona fer í stríð var heimsfrumsýnd á Cannes á laugardag og hefur hlotið lof gagnrýnenda. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni. 

Dómnefndin sem veitir SACD verðlaunin er skipuð af kvikmyndagerðarfólki sem eru í stjórn SACD og fá handritshöfundarnir 5.000 evrur í verðlaun. Benedikt var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku, segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöðinni

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Daginn eftir frumsýningu í Cannes

Kvikmyndir

Talið niður í frumsýningu í Cannes

Kvikmyndir

Kona fer í stríð fær lofsamlega dóma í Cannes

Kvikmyndir

Kona fer í stríð til Cannes