Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Bellstop – Jaded

Mynd: Doddi / Bellstop

Bellstop – Jaded

24.04.2017 - 09:41

Höfundar

Plata vikunnar á Rás 2 er Jaded, ný plata hljómsveitarinnar Bellstop.

Jaded kom út nýlega og inniheldur hún 11 lög. Tónlistin er blanda af fólk og rokk, en þau kalla það sjálf „folk&roll“.

Platan var tekin upp á skömmum tíma í UN studios á Íslandi hjá hinum breska upptökustjóra Leigh Lawson. Lögð var mikil áhersla á að ná eins góðum hljómgæðum og hugsast getur en þó að halda henni mjög lifandi og ofvinna hana ekki.

Elín og Rúnar koma oft fram tvö með kassagítarinn. En á stærri tónleikum koma þau fram með bandinu sem samanstendur af þeim Eysteini
Eysteinssyni trommara, Andra Þór Ólafsyni bassaleikara og Steinþóri Guðjónssyni gítarleikara.

http://bellstop.is
https://www.facebook.com/bellstop.is/

 

Mynd: Doddi / Bellstop
Arnar Eggert og Andrea Jóns ræddu plötu Bellstop, Jaded, í Popplandi 28. apríl 2017.