Beiti skynsemisrökum fyrir hvalveiðum

16.09.2014 - 09:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur áhyggjur af málflutningi um hvalveiðar Íslendinga, en hátt í þrjátíu þjóðir hafa mótmælt þeim formlega. Hann vill beita skynsemisrökum til að afla hvalveiðum fylgis.

Sigurður Ingi segir að halda verði því á lofti að allir stofnar hér séu nýttir með sjálfbærum hætti, ólíkt því sem margar þjóðirnar sem mótmæltu hvalveiðunum í gær gera.

„Ég held að við höfum á liðnum árum verið of feimin við það og ég held að það sé að koma í bakið á okkur,“ sagði Sigurður Ingi í Morgunútgáfunni um að beita skynsemisrökum til að afla hvalveiðum fylgis. „Það kemur auðvitað nýtt fólk inni í þessu samtök hingað og þangað. Ef það er alið á vanþekkingu og enginn gerir tilraun til að leiðrétta það lifa slíkar yfirlýsingar.“

Ýmis samtök atvinnurekenda og fyrirtækja hafa sagt að hvalveiðar skaði orðspor Íslendinga. „Menn hafa haldið því fram mjög lengi, til að mynda í ferðaþjónustu og hvalaskoðun gagnvart hvalveiðum. Ef við horfum á þetta með skynsemi og skoðum bara tölurnar þá hefur þetta nábýli gengið alveg ljómandi vel.“

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi