Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum að loknum ríkisráðsfundi í dag. Sjö karlar og fjórar konar eiga sæti í ríkisstjórninni, sex frá Sjálfstæðisflokki, þrír frá Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar mætti á Bessastaði klukkan tólf þar sem hún kvaddi. „Það er bjart framundan,“ sagði Bjarni en ný ríkisstjórn mun væntanlega funda í fyrsta skipti á föstudag.