Þá sé oft talað við hana eins og hún væri barn og gert ráð fyrir að kunni ekkert á tæknina í tónlistinni. Þá hafa strákarnir í hljómsveit Láru fundið fyrir því að félagar þeirra vildu ekki koma á tónleika. Lára var ein að þeim sem kom fram á hádegisverðarfundi nokkurra stéttarfélaga í dag í tilefni þess að í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna.
Lára segir að tónlistariðnaðurinn sé núna allra síðustu daga að átta sig á því að það þurfi að bæta stöðu kvenna. „Það er ofboðslega mikilvægt að það sé hlustað á reynslu okkar og sögu og það sé ekki talið vera bara eitthvað væl,“ segir Lára Rúnarsdóttir, formaður Kítón, félags kvenna í tónlist.