Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Beckham-hjónin í Mosfellsbæ

08.07.2016 - 08:08
epa05410467 Former England footballer David Beckham arrives on Centre Court for the men's quarter finals during the Wimbledon Championships at the All England Lawn Tennis Club, in London, Britain, 06 July 2016.  EPA/HANNAH MCKAY EDITORIAL USE ONLY/NO
 Mynd: EPA
Beckham-hjónin voru á heimili Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Sjónarvottur segir að bílar frá þeim hafi verið í hverfinu og mikil umferð við heimilið. Bílarnir hafi verið við hús Björgólfs Thors og Kristínar ásamt miklu föruneyti.

David og Victoria Beckham komu til landsins í gær í einkaþotu. Björgólfur Thor og Kristín tóku á móti þeim við komuna til landsins. Beckham-hjónin eiga fjögur börn en samkvæmt frétt á visir.is er ekki vitað hvort þau eru öll með í för.

Hjónin héldu upp á sautján ára brúðkaupsafmæli fyrir nokkrum dögum.  

Katrín Lilja Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV