Útsendingar BBC World Service, alþjóðaútvarpsstöð breska ríkisútvarpsins, hófst aftur í dag. Það er Vodafone á Íslandi sem gert hefur samning við BBC um að sjá um dreifingu á útsendingum stöðvarinnar.
365 miðlar, sem áður sáu um að útvarpa BBC World Service hér á landi, ákváðu fyrr í sumar að endurnýja ekki útsendingarleyfið. Tæplega þúsund manns skrifuðu þá undir áskorun til 365 að hefja útsendingar á stöðinni aftur.
Í fréttatilkynningu frá Vodafone segir Peter Horrocks, forstjóri BBC World Service Group, að hlustendur á Íslandi hafi verið mjög tryggir og það sé því gleðiefni að ná aftur til þeirra á öldum ljósvakans.
BBC World Service er nú aðgengileg á FM-tíðninni 103,5.