Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Batman dæmdur í 3ja ára fangelsi

13.11.2013 - 16:54
Erlent · Asía
Mynd með færslu
 Mynd:
Batman bin Suparman, 23 ára maður í Singapore, hefur verið dæmdur í tæplega þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot.

Málið hefur vakið mikla athygli á internetinu þar sem segja má að Suparman hafi orðið heimsfrægur fyrir fimm árum þegar ljósmynd af skilríkjum hans gekk eins og eldur í sinu um netheima.

Hvorki fornafnið Batman né eftirnafnið Suparman eru óvenjuleg ein og sér í þessum heimshluta en þegar þeim er slegið saman myndar það óneitanlega hugrenningartengsl við ofurhetjur í hugum flestra Vesturlandabúa. Það verður þó að teljast líklegt að foreldrar hans, sem eru frá Indónesíu, hafi vitað hvað þeir voru að gera þar sem hefð er fyrir því að slá á létta strengi þegar börnum þar eru gefin nöfn.