Bátar við síldveiðar í Kolgrafafirði

Mynd með færslu
 Mynd:
Fjórir bátar eru við síldveiðar innan brúar í Kolgrafafirði og nokkrir eru við veiðar utan hennar samkvæmt því sem fram kemur á vefnum marineTraffic.com. Kanna á möguleikana á því að koma upp löndunaraðstöðu í Kolgrafafirði, fyrir innan brúna sem þverar fjörðinn.

Feiknin öll af síld er nú í Kolgrafafirði. Heimamenn óttast að sagan frá síðasta vetri þegar tugir þúsundir tonna af síld drápust í firðinum endurtaki sig. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur heimilað frjálsa síldveiði í Kolgrafafirði fyrir þá báta sem komast þangað inn. Bæjarfulltrúar á Grundarfirði og í Stykkishólmi áttu í morgun fund með sjómönnum og öðrum um ástandið. Þar var meðal annars rætt um möguleikana á því að koma upp löndunaraðstöðu fyrir innan brúna sem þverar Kolgrafafjörð, til að gera sjómönnum auðveldara að losa sig við aflann. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi