Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bárðarbunga skelfur enn

16.12.2017 - 04:51
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð skammt austsuðaustur af Bárðarbungu tuttugu mínútur í þrjú í nótt. Upptök hans voru á 11 kílómetra dýpi. Þar fyrir utan hefur allt verið með kyrrum kjörum og skjálftar ekki farið upp fyrir tvo síðustu tvo sólarhringana. Einar Hjörleifsson jarðvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands segir skjálftann í nótt aðeins einn af mörgum í viðvarandi virkni sem verið hefur í Bárðarbungu frá goslokum 2015, og ekki til marks um neitt annað eða meira.
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV