Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Bardagi lögreglu og hryðjuverkamanna í Brussel

18.03.2016 - 16:23
epa05036769 Belgian soldiers patrol in Rue Neuve, the busiest shopping street in Brussels, now empty due to the terror alert level being elevated to 4/4, in Brussels, Belgium, 22 November 2015. Belgium raised the alert status at Level 4/4 as 'serious
 Mynd: EPA
Skothvellir heyrðust í Molenbeek úthverfinu í Brussel snemma á fimmta tímanum eftir að lögregla réðst inn í íbúð þar sem talið var að grunaðir hryðjuverkamenn héldu sig. Að minnsta kosti einn er fallinn í skotbardaga að sögn rússnesku fréttaveitunnar Russia Today og breska sjónvarpsstöðin Sky News segir að Salah Abdeslam sé særður.

Hann er grunaður höfuðpaur árásanna í París í nóvember þegar 130 voru myrtir. Reyk leggur frá húsinu og er talið að það sé vegna þess að lögregla hafi kastað táragasi eða höggsprengju inn í íbúðina. Belgíska lögreglan hefur staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum í Brussel síðustu daga, í samstarfi við frönsku lögregluna, til að hafa uppi á öllum sem tengjast Parísarárásunum. 

Uppfært: Belgískir fjölmiðlar segja að Salah Abdeslam sé á lífi og í haldi lögreglu. Enn er þó umsátur um bygginguna og einn vopnaður maður er talinn vera þar inni.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV