Barátta við egóið og óttinn við að missa allt

Mynd: Berglaug Pertra Garðarsdóttir / Emmsjé Gauti

Barátta við egóið og óttinn við að missa allt

24.10.2018 - 13:00
Emmsjé Gauti gaf á dögunum út sína fimmtu plötu, Fimm. Hann ræddi plötuna í þaula í Rabbabara hjá Atla Má og Birni Val.

Það erum komin tvö ár síðan Gauti gaf síðast út plötu en sjálfur segir hann að það séu um það bil 150 ár í rapparaárum. Samt sem áður hefur verið nóg að gera við að spila á ýmiskonar tónleikum og viðburðum þannig hann hefur ekki setið auðum höndum.

Platan er kannski rólegri heldur en önnur tónlist sem að Gauti hefur gefið út en hann segist hins vegar ekkert vera orðin rólegur til frambúðar heldur sé hann enn þá mjög klikkaður.

Hann segir plötuna fara upp og niður, sé bæði barátta við egóið í sjálfum sér en líka ótti við að missa allt frá sér sem að hann er búinn að byggja upp. „Hún fjallar líka um ást mína á fjölskyldunni, ekki djamm ást samt heldur það sem tekur við af því. Svona millibilsástand milli neista og alvarlegs sambands.“

Hlustaðu á Gauta ræða Fimm í Rabbabara í spilaranum hér fyrir ofan.