Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bára boðuð fyrir dómara vegna Klausturupptaka

11.12.2018 - 18:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtöl sex þingmanna á Klaustri 20. nóvember síðastlðinn, hefur verið boðuð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem henni er ætlað að gefa skýrslu um upptökur hennar. Hún fékk bréf þessa efnis frá Lárentsínusi Kristjánssyni héraðsdómara sem barst henni í dag.  Í bréfinu segir að beiðni hafi borist frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun  sýnilegra sönnunargagna fyrir dómi vegna atvika sem urðu 20. nóvember á Klaustri

Beiðnin byggist á ákvæðum tólfta kafla laga um meðferð einkamála sem fjallar um öflun sönnunargagna án þess að mál hafi verið höfðað. Í bréfinu segir að meðfylgjandi beiðni verði ekki skilin öðruvísi en svo að dómsmál kunni að verða höfðað á hendur Báru í kjölfar umbeðinnar gagnaöflunar. Fram kemur í bréfinu að áformað er að þinghaldið fari fram í Héraðsdómi Reykavíkur mánudaginn 17. desember klukkan 15.15. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV