Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Bannað að drekkja músum

28.11.2014 - 16:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Ólöglegt er að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Þetta er áréttað í tilkynningu frá Matvælastofnun. Undanfarið hafa stofnuninni borist ábendingar um að fólk hafi notað drekkingargildrur til að veiða mýs.

Talsverður músagangur hefur verið í haust. Meðal annars var greint frá því á Mbl.is að bóndi í Mývatnssveit hafi veitt rúmlega 150 mýs í heimatilbúna gildru. Músunum var drekkt, sem er ekki leyfilegt, eins og fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar.

Þar segir rétt sé að benda á að það sé óheimilt að eyða meindýrum með aðferðum sem valdi þeim óþarfa limlestingum og kvölum. Hægt sé að tyrggja skjóta og sársaukalitla aflífun músa með felligildrum eða fanga mýsnar í gildrur. Þeirra þurfi þó að vitja daglega.