
ESB samþykkti árið 2013 að banna þrjú afbrigði af eitrinu við framleiðslu á maís, hveiti, byggi, höfrum og repjuolíu. Nýju reglurnar ganga lengra og með þeim er búið að banna notkun við alla ræktun utandyra. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá banninu. Í frétt BBC segir að eitrið sé mikið notað víða um heim.
Þegar nýju reglurnar taka gildi verður aðeins heimilt að nota eitrið í gróðurhúsum í löndum Evrópusambandsins. Umhverfisverndarsinnar hafa lýst yfir áhyggjum af því að eitrið geti komist í vatn þegar það er notað í gróðurhúsum. Áfram verður leyft að nota nokkrar tegundir af eitrinu, svo sem thiacloprid og sulfoxaflor.
Býflugur hjálpa til við frjóvgun á um 90 prósentum af uppskeru kornræktar í heiminum. Á undanförnum árum hefur býflugum fækkað mikið. Þá hafa rannsóknir sýnt að eitrið geti valdið því að flugurnar tapa áttum og eiga erfitt með að rata aftur í býflugnabúin og hafa minna viðnám við sjúkdómum.
Umhverfismálastjóri ESB, Vytenis Andriukaitis, sagði í samtali við AFP fréttastofuna að hann væri ánægður með niðurstöðuna í dag og birti mynd af aðgerðasinnum sem söfnuðust saman við höfuðstöðvar ESB í morgun til að knýja á um bannið.
Plenty of lovely bees at #Schuman today.
Happy that Member States voted in favour of our proposal to further restrict the use of active substances #imidacloprid #clothianidin #thiamethoxam known as #neonicotinoids !
Vital for #Biodiversity #FoodProduction #Environment pic.twitter.com/gq76Z5biLo— Vytenis Andriukaitis (@V_Andriukaitis) 27 April 2018