Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Bann við kjöti stangast á við lög ESB

30.10.2013 - 11:24
Erlent · Innlent · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd:
Innflutningsbann á fersku, hráu kjöti, brýtur gegn EES samningnum. Það er niðurstaða ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem tilkynnt var íslenskum stjórnvöldum í dag.

Alþingi samþykkti, árið 2007, matvælalöggjöf Evrópusambandsins en þeim kafla sem fjallar um frjálsan innflutning á fersku kjöti var þá sleppt. Með því að krefjast þess að innflytjendur sæki um heimild til innflutnings og leggi fram margvísleg vottorð, sé komið á kerfisbundnu eftirliti með innflutningi á afurðum frá EES ríkjum, sem gangi lengra en heimilt sé, samkvæmt tilskipuninni. Til vara, telur ESA, að íslensku reglurnar feli í sér óréttmætar viðskiptahindranir. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við þessari niðurstöðu ESA innan tveggja mánaða getur stofnunin lagt fram rökstutt álit og að því loknu má vísa málinu til EFTA-dómstólsins.