Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Bann-og refsistefna virkar ekki

08.05.2014 - 17:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Það sem ég berst fyrir er að neysla vímuefna eins og marihjuana verði refsilaus, það verði settur ákveðinn rammi varðandi neyslu og sölu þessara efna eins og gert með áfengi. Þetta segir Dr Ethan Nadelmann.

Nadelmann er doktor í stjórnmálafræði frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og er jafnfram með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics. Hann Kenndi við Princeton háskóla á árunum 1987 til 1994, en hefur síðan þá starfað að fíknaefnamálum og er vinsæll fyrirlesari víða um heim.
Lönd okkar hafa reynslu af bannstefnu í áfengismálum og við vitum að hún kom ekki í veg fyrir áfengisneyslu, segir Nadelmann. 
Afleiðingin varð glæpaalda og í Bandaríkjunum ofbeldisalda, bannstefna olli virðingarleysi fyrir lögum, hræsni og kaldhæðni, og hún gerði áfengið hættulegra en ella vegna þess að var framleitt ólöglega og eftirlitslaust. Allar sömu röksemdir eiga við um kannabis. Refsingar eins og að setja fólk á sakaskrá fyrir neyslu kannabiss valda því meiri skaða en neyslan sjálf. Og eldra fólk sem einhvern tíma hefur neytt kannabiss þorir ekki að ræða það hreinskilnislega við börn sín, það verður til hræsni og feluleikur. Nadelmann er sannfræður um að hugsanlegir ávinningar af bann og refsistefnu verði ætíð minni en reglusetning um neysluna. En hvesu langt vill hann ganga, vill hann til dæmis draga varnarlínu þegar kemur að svokölluðum hörðum fíkniefnum. Nadelmann segir nauðsynlegt að læra af reynslu ríkja sem hafa slakað á bannstefnunni eins og Hollands.