Lögregla hleraði síma og fundarstaði fyrrverandi háttsettra yfirmanna hjá einum föllnu bankanna. Þetta var gert við rannsókn löngu eftir hrun. Bankastarfsmennirnir komust að þessu þegar upptökur voru spilaðar fyrir þá við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara, að því er Morgunblaðið greinir frá.