Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Bankamenn hleraðir

03.03.2012 - 12:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögregla hleraði síma og fundarstaði fyrrverandi háttsettra yfirmanna hjá einum föllnu bankanna. Þetta var gert við rannsókn löngu eftir hrun. Bankastarfsmennirnir komust að þessu þegar upptökur voru spilaðar fyrir þá við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara, að því er Morgunblaðið greinir frá.

Hlerunartækjum hafði verið komið fyrir á skrifstofu þar sem mennirnir hittust. Þegar þeir báru við minnisleysi við yfirheyrslur nokkru síðar voru upptökurnar spilaðar fyrir þá.

Haft er eftir Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, að embættið beiti þeim úrræðum sem það hefur til að upplýsa mál. Beiting slíkra úrræða sé þó ávallt borin undir dómara.