Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bandarískir sérfræðingar aðstoðuðu við njósnir

epa06794001 The sun sets behind the world's tallest completed building, the Burj Khalifa rising high in the skyline above all other buildings of Dubai, United Arab Emirates, 24 March 2018. The megatall Burj Khalifa was completed in 2010 and is 828 meters tall and has 163 floors. The sky is the limit when it comes to tall buildings, which has sparked a worldwide race between nations to construct ever higher.  EPA-EFE/ALI HAIDER
Dubai. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandarískir tölvusérfræðingar sem áður störfuðu fyrir bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa undanfarin ár hjálpað yfirvöldum í Samneinuðu arabísku furstadæmunum við að njósna um áhrifafólk í Austurlöndum nær og fólk í fjölmiðlum, ekki síst í grannríkinu Katar. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu.

Að sögn Reuters hafa að minnsta kosti níu fyrrverandi starfsmenn bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA og Bandaríkjahers starfað fyrir teymi innan leyniþjónustu Sameinuðu arabísku furstadæmanna - Project Raven.

Það hafi verið til í um það bil áratug, en rannsókn Reuters hafi leitt í ljós aukin umsvif árið 2017 eftir að hópur Arabaríkja sakaði stjórnvöld í Katar um að kynda undir ófriði í Austurlöndum nær í gegnum fjölmiðla og ýmis pólitísk samtök, þar á meðal Bræðralag múslima og sjónvarpsstöðina Al Jazeera.

Var þess krafist að samtökin yrðu leyst upp og stöðinni lokað. Brotist hafi verið inn í síma fólks innan Bræðralagsins og fjölmiðlafólks grunað um tengsl við stjórnvöld í Katar, þar á meðal stjórnarformann Al Jazeera og fréttamann BBC í Líbanon. 

Reuters segir þetta endurspegla þá staðreynt að fyrrverandi bandarískir leyniþjónustumenn hafi orðið lykilmenn í tölvu- og netstríði annarra ríkja án nokkurrar yfirsýnar frá Washington. 

Reuters hefur eftir Dana Shell Smith, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Katar, að það sé áhyggjuefni að fyrrverandi leyniþjónustumenn séu reiðubúnir til að starfa fyrir önnur ríki við njósnir um bandamenn Bandaríkjamanna. 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV