Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Banaslys á Reykjanesbraut

13.01.2020 - 06:01
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust tveir bílar saman sem komu úr gagnstæðri átt og lést einn maður í öðrum þeirra í árekstrinum. Aðrir munu ekki hafa slasast alvarlega.

Frekari upplýsingar um tildrög slyssins og umfang hefur fréttastofa ekki á þessari stundu en beðið er nánari upplýsinga frá lögreglu. Slysið varð laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöld og var Reykjanesbrautinni lokað á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig á vettvangi, eða fram undir miðnætti. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV