Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Banaslys á Esju

04.02.2013 - 10:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Banaslys varð á Esju í gær, þegar kona á sextugsaldri hrapaði um 200 metra við Hátind. Konan var í um þrjátíu manna gönguhópi þegar slysið varð um klukkan þrjú í gær. Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og veður var slæmt.

Um fimmtíu björgunarsveitarmenn voru kallaðir út og þeir síðustu komu niður af fjallinu á áttunda tímanum í gærkvöld. Lögregla rannsakar nú tildrög slyssins.