
Banakonu Kims Jong-nams sleppt úr haldi
Lögmaður hennar sagðist þá þegar reikna með að skjólstæðingur sinn fengi frelsi í maí, en hefð er fyrir því í Malasíu, segir í frétt Der Spiegel, að stytta mjög þann tíma sem sakamenn eru dæmdir til að dúsa bak við lás og slá. Í mars var hinni indónesísku Siti Aisyah sleppt úr haldi og leyft að hverfa til síns heima eftir að saksóknarar felldu niður allar kærur á hendur henni, en hún var líka ákærð fyrir aðild að morðinu á Kim.
Báðar viku þær sér að Kim í flugstöðinni í Kuala Lumpur í febrúar árið 2017 og báru að sögn á hann taugaeitur sem leiddi hann til dauða. Báðar hafa þær ætíð haldið fram sakleysi sínu og segjast hafa verið narraðar til verksins undir því yfirskini að þetta væri saklaus hrekkur fyrir falda myndavél. Fjórir grunsamlegir Norður-Kóreumenn forðuðu sér úr landi skömmu síðar.
Yfirvöld í Suður-Kóreu halda því fram að stjórnvöld í Pjongjang beri ábyrgð á morðinu á Kim, en þar á bæ bera menn af sér alla sök. Þeir hálfbræður, Jong-un og Jong-nam, voru ósáttir mjög. Jong-nam var elsti sonur Kom Jong Ils og þótti lengi líklegur til að taka við leiðtogahlutverkinu af föður sínum. Hann féll svo í ónáð og eyddi síðustu árum ævi sinnar á erlendri grundu.