Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Baldur Óskarsson verðlaunaður

20.12.2011 - 17:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Baldur Óskarsson, ljóðskáld, hlaut verðlaun úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins í dag, en viðurkenningin er veitt árlega á afmæli Ríkisútvarpsins. Athöfnin fór fram á Markúsartorgi í Efstaleiti fyrir stundu.

Ritferill hans spannar hálfa öld. Fyrsta verk hans var smásagnasafnið Hitabylgja sem kom út árið 1960. Þremur árum síðar kom út eftir hann skáldsagan Dagblað. Árið 1966 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók, Svefneyjar, og upp frá því hefur hann einkum einbeitt sér að ljóðagerð.

Nú hafa komið út fjórtán ljóðabækur eftir hann, sú nýjasta, Langtfrá öðrum grjótum í fyrra.

Þá var Baldur Óskarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu um árabil.