Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Baggalútur 2018 í Háskólabíó

Mynd með færslu
 Mynd: Spessi

Baggalútur 2018 í Háskólabíó

12.12.2019 - 12:17

Höfundar

Í Konsert í kvöld ætlum við heldur betur að gera vel við okkur enda að koma jól, og hlusta á jólatónleika Baggalúts frá í fyrra.

Það er allt vaðandi í jólatónleikum núna í seinni tíð og árið í ár engin undantekning frá því. Valdimar Guðmundsson er með jólatónleika sem við ætlum að útvarpa um jólin, líka Siggi Guðmunds og Sigríður Thorlaciu, þeir eru á dagskrá á Rás 2 um jólin. Fönk og Soul jólatónleikar stórsveitar Samma eru á Rás 2 á Þorláksmessukvöld, og upptaka frá jólatónleikum Dúkkulísanna er á dagskrá hér í Konsert eftir viku. En núna í kvöld eru það jólakóngarnir í Baggalúti sem við ætlum að hlusta á. Þeir eru með 18 jóla/aðventu-tónleika í Háskólabíó núna í desember eins og í fyrra. Og það sem við ætlum að bjóða uppá í kvöld er upptaka frá Baggalútstónleikunum sem fóru fram 8. desember í fyrra.

Fram koma:
Guðmundur Pálsson - söngur
Karl Sigurðsson - söngur
Kristbjörn Helgason - söngur
Bragi Valdimar Skúlason - píanó og söngur
Guðmundur Kristinn Jónsson – gítar og hljómsveitarstjórn

Helgi Svavar Helgason - slagverk
Kristinn Snær Agnarsson - trommur
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson - bassi
Guðmundur Pétursson - gítar
Þorsteinn Einarsson - gítar
Eyþór Gunnarsson - hljómborð
Jón Valur Guðmundsson - slagverk
Sigurður Guðmundsson - orgel
Bryndís Jakobsdóttir – omnicord og söngur
Samúel Jón Samúelsson - básúna
Kjartan Hákonarson - trompet
Óskar Guðjónsson - saxófónn
Svala Björgvinsdóttir - söngur
Bjartmar Guðlaugsson - söngur

Friðjón Jónsson - Upptaka og hljóðblöndun