Bækurnar sem seljast ekki

Mynd: rúv rúv / rúv rúv

Bækurnar sem seljast ekki

11.03.2015 - 09:40
Of margar bækur koma út á Íslandi og í of stóru upplagi. Þetta segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Þótt ánægjulegt sé hversu bókhneigðir Íslendingar séu sé raunin sú að farga þurfi bókum í stórum stíl á hverju ári.

Eflaust eru hvergi gefnar út eins margar bækur árlega og á Íslandi. Að minnsta kosti miðað við höfðatölu. Og þótt bókaþjóðin mikla sé dugleg að lesa eru alltaf einhverjar bækur sem ekki seljast.

Það er nefnilega ekki alltaf auðvelt að spá fyrir um það hvaða bækur koma til með að seljast vel og hverjar ekki. Þar reynir á innsæi útgefandans.

Landinn leit inn á lager Forlagsins þar sem bókastæðurnar ná frá gólfi og upp í rjáfur. Forlagið gefur út nánast eina bók á dag en enginn hefur hugmynd um hversu margar óseldu bækurnar eru. 

Öræfi Ófeigs Sigurðssonar eru að sögn Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgefanda, gott dæmi um hversu óútreiknanleg bókaútgáfa er. Sú bók fékk afar góðar viðtökur fyrir jól. Landvættir sama höfundar féllu til að mynda flatir á markaði. 

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.

Hér er Landinn á Facebook, hérna er hann á YouTube og svo erum við líka á Instagram: #ruvlandinn.